Seyðisfjarðarlistinn 2018

Framboðslisti Seyðisfjarðarlistans

25. apríl 2018 vefstjori 0

Þann 23. apríl s.l. var samþykktur framboðslisti Seyðisfjarðarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram munu fara þann 26. maí n.k.. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri, leiðir listann og Rúnar Gunnarsson skipar annað sæti.

Frá Seyðisfjarðarlistanum – niðurstöður íbúafundar

4. maí 2017 vefstjori 0

Mánudaginn 10. apríl síðastliðinn hélt Seyðisfjarðarlistinn opinn íbúafund. Lagt var upp með fjögur umræðuefni; atvinnumál, sameiningarmál, málefni eldri borgara og íbúalýðræði. Fundargestum var skipt upp í málefnahópa þar sem hópstjórar stýrðu umræðum, skrifuðu niður helstu punkta úr umræðunum og kynntu niðurstöður hvers hóps. Um 20 manns mættu á fundinn og var hópurinn mjög fjölbreyttur; af báðum kynjum, á ýmsum aldri og með ólíkar stjórnmálskoðanir. Umræðurnar á fundinum voru málefnalegar og uppbyggilegar þrátt fyrir að fundargestir væru alls ekki sammála í öllum málum.
Smellið á fyrirsögnina til að lesa greinina