Máni og Binni spá í leiki helgarinnar

4. mars 2017 Örvar Jóhannsson 0

Máni, formaður knattspyrnudeildar Hugins og Brynjar, þjálfari meistaraflokks láta reyna á spádómsgáfur sínar á seðli helgarinnar í Enska boltanum. Það verður spennandi að sjá hvor þeirra hefur betur og heldur áfram um næstu helgi.

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hugins

26. febrúar 2017 Örvar Jóhannsson 0

Aðafundur knattspyrnudeildar Hugins verður haldinn í Hugins-herberginu á efri hæð íþróttamiðstöðvarinnar miðvikudaginn 8. mars 2017 kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Allt áhugafólk um knattspyrnu á Seyðisfirði er hvatt til að mæta.

List í Ljósi um helgina – breytt dagskrá vegna veðurs

24. febrúar 2017 Örvar Jóhannsson 0

Vegna veðurs var Opnunardagskrá listahátíðarinnar List í ljósi, sem vera átti í kvöld, frestað þar til annað kvöld laugardaginn 25. febrúar. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin.

Hátíðin er haldin utandyra og er ætluð öllum aldurshópum.

Fréttir af aflabrögðum

22. febrúar 2017 Örvar Jóhannsson 0

Vegna sjómannaverkfalls sem stóð frá 14. desember til 19. febrúar s.l., þegar nýir kjarasamningar sjómanna við SFS voru samþykktir, hefur eðli málsins samkvæmt verið lítið að frétta af aflabrögðum. Ekki leið þó á löngu þar til fiskveiðiflotinn hélt til veiða eftir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslum lá fyrir…