Blakmót um helgin

14. apríl 2018 Örvar Jóhannsson 0

Um helgina, laugardaginn 14. apríl og sunnudaginn 15. apríl, heldur blakdeild Hugins Íslandsmót í krakkablaki fyrir 5. og 6. flokk.
Þar verður til sölu kaffi og heimabakað og Seyðfirðingar hvattir til að kíkja við, fylgjast með þessum upprennandi blökurum og kíkja á „kaffihúsið“ í leiðinni.

Máni og Binni spá í leiki helgarinnar

4. mars 2017 Örvar Jóhannsson 0

Máni, formaður knattspyrnudeildar Hugins og Brynjar, þjálfari meistaraflokks láta reyna á spádómsgáfur sínar á seðli helgarinnar í Enska boltanum. Það verður spennandi að sjá hvor þeirra hefur betur og heldur áfram um næstu helgi.

Aðalfundur knattspyrnudeildar Hugins

26. febrúar 2017 Örvar Jóhannsson 0

Aðafundur knattspyrnudeildar Hugins verður haldinn í Hugins-herberginu á efri hæð íþróttamiðstöðvarinnar miðvikudaginn 8. mars 2017 kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Allt áhugafólk um knattspyrnu á Seyðisfirði er hvatt til að mæta.

List í Ljósi um helgina – breytt dagskrá vegna veðurs

24. febrúar 2017 Örvar Jóhannsson 0

Vegna veðurs var Opnunardagskrá listahátíðarinnar List í ljósi, sem vera átti í kvöld, frestað þar til annað kvöld laugardaginn 25. febrúar. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin.

Hátíðin er haldin utandyra og er ætluð öllum aldurshópum.