Lyfja – Umsjónarmaður lyfjaútibús

Lyfja hf. – útibú á Seyðisfirði


Umsjónarmaður lyfjaútibús

Við leitum að starfsmanni til þess að taka við starfi umsjónarmanns lyfjaútibús Lyfju hf. á Seyðisfirði.

Umsjónarmaður lyfjaútibús hefur umsjón með að unnið sé eftir lögum og reglugerðum sem um starfsemina gilda, hefur yfirumsjón með vörum, vörumóttöku og frágangi í verslun. Starfið felst einnig í ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum, afgreiðslu á kassa, afhendingu lyfja gegn lyfseðli, afgreiðslu á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra auk annarra tilfallandi verkefna.

Vinnutíminn er frá kl. 13:00 til kl. 18:00 virka daga.

Hæfniskröfur: Við leitum að sjálfstæðum, skipulögðum og metnaðarfullum starfskrafti með ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. Lyfjatæknimenntun og reynsla úr apóteki er kostur.

 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar
gefur Stefán Róbert Gissurarson, lyfsali Lyfju Egilsstöðum í síma 471-1273, stefang@lyfja.is
Sækja má um starfið á heimasíðu Lyfju hf.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. hvetjum við karla jafnt sem konur til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu.

0

Engin athugasemd, vertu fyrst/ur...

Skildu eftir athugasemd


*