Úr myrkri í ljósið

Ólafur Hr. Sigurðsson og Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir munu standa fyrir göngunni „Úr myrkri í ljósið“ eða „Út að labba með svarta hundinn“ á Seyðisfirði.

Gangan verður aðfararnótt sunnudagsins 7. maí.
Mæting er við Íþróttamiðstöðina og lagt verður af stað klukkan 04.

 

Minnast fórnarlamba sjálfsvíga

Hugmyndin að göngunni er fengin frá samtökum Pieta Ísland, en samtökin standa fyrir göngum í Reykjavík og á Akureyri. Markmiðið með göngunni er að minnast þeirra sem tekið hafa sitt eigið líf, að gefa von og að hvetja til opinnar umræðu um sjálfsvígshættuna. Talið er að um 5.000 manns á ári hugleiði sjálfsvíg á Íslandi. Allt að 600 manns reyna sjálfsvíg samkvæmt opinberum tölum.

Það er öllum velkomið að taka þátt í göngunni sem verður farin frá íþróttahúsi og út á háu bakka.  Ef einhverjir ekki treysta sér að ganga þá leið má stytta hana og/eða bara sýna stuðning og mæta við íþróttahús og fara svo heim.

 

Frétt af göngunni á vef Seyðisfjarðarkaupstaðar

Engin athugasemd, vertu fyrst/ur...

Skildu eftir athugasemd


*