Frá Seyðisfjarðarlistanum – niðurstöður íbúafundar

4. maí 2017 vefstjori 0

Mánudaginn 10. apríl síðastliðinn hélt Seyðisfjarðarlistinn opinn íbúafund. Lagt var upp með fjögur umræðuefni; atvinnumál, sameiningarmál, málefni eldri borgara og íbúalýðræði. Fundargestum var skipt upp í málefnahópa þar sem hópstjórar stýrðu umræðum, skrifuðu niður helstu punkta úr umræðunum og kynntu niðurstöður hvers hóps. Um 20 manns mættu á fundinn og var hópurinn mjög fjölbreyttur; af báðum kynjum, á ýmsum aldri og með ólíkar stjórnmálskoðanir. Umræðurnar á fundinum voru málefnalegar og uppbyggilegar þrátt fyrir að fundargestir væru alls ekki sammála í öllum málum.
Smellið á fyrirsögnina til að lesa greinina