Hvað er að frétta?

Gleðilegt sumar…

Vegna mikilla anna undanfarnar vikur höfum við ekki náð að standa í neinni efnisöflun fyrir síðuna.
En okkur langar að minna á að síðan er til staðar fyrir ykkur og standa vonir okkar til að í framtíðinni verði Tölvu-Skjárinn lifandi með innsendu efni í bland við fréttir og fleira.

Þó að við höfum ekki haft tíma til að afla efnis, þá er alltaf hægt að senda inn efni og birta á vefnum.

Við viljum hvetja ykkur lesendur góðir til þess að láta nú í ykkur heyra um ykkar hjartans mál.  Ef einhver ykkar þarna úti hafa áhuga á að taka að ykkur regluleg og/eða óregluleg pistlaskrif hér á vefnum tökum við því fagnandi.
Fréttaefni er líka vel þegið hvort sem um er að ræða tilbúnar fréttir eða ábendingar.

Vonandi mun Tölvu-Skjárinn lifna fljótt og vel með ykkar velvilja.

Engin athugasemd, vertu fyrst/ur...

Skildu eftir athugasemd


*