Máni hafði betur – Binni skoraði á Hjört Harðarson

Það var meiri munur á spádómum þeirra Mána og Binna um síðustu helgi en helgina á undan, og skilaði það Mána 6 leikjum réttum og Binna 3.  Það kom því í hlut Binna að skora á nýjan þáttakanda, hann var fljótur að bregðast við því og skoraði á Hjört Harðarson að taka við keflinu.  Við þökkum Binna fyrir þáttökuna og óskum honum góðs gengis með meistaraflokk Hugins í sumar.

Hjörtur tók áskoruninni og má sjá yfirferð hans og Mána yfir seðil dagsins hér fyrir neðan.  Þeir setja sömu merki á átta af þrettán leikjum, það verður því fróðlegt að sjá hvernig útkoman verður þegar leikjum dagsins er lokið.

1. Bournemouth – Swansea
M: Bournmouth er sigurstranglegra en held að Swansea steli stigi, held að þetta fari 2-2.  –  X.
H: Jafntefli tveggja góðra sóknarliða.  –  X.
2. Crystal Palace – Watford
M: Jafn leikur en Palace sigrar með einu marki.  –  1.
H: Lundúnarslagur, hef trú á stóra Sam.  –  1.
3. Everton – Hull
M: Everton eru sterkir heima, Hull verið að taka sig á en fá ekkert úr þessum leik.  –  1.
H: Lukaku gerir út um þetta fyrir Everton.  –  1.
4. Stoke – Chelsea
M: Chelsea verða meistarar, Stoke verður lítil fyrirstaða. 5. Sunderland vs. Burnley.  –  2.
H: Óvænt úrslit þar sem Peter Crouch skorar sigurmark.  –  1.
5. Sunderland – Burnley
M: Það er að duga eða drepast fyrir Sunderland ef þeir ætla ekki að fara niður um deild.  –  1.
H: Vonast eftir sigri Sunderland svo botnbaráttan verði jöfn.  –  1.
6. West Ham – Leicester
M: West Ham fara ekki að tapa tveimur í röð, Leicester eru ekki komnir á jörðina eftir að vera komnir í 8 liða úrslit í meistaradeildinni.  –  1.
H: Leicester City. Leicester menn eru í stuði.  –  2.
7. Birmingham – Newcastle
M: Newcastle sterkasta liðið í þessari deild og eru að fara upp. 8. Burton vs. Brentford. X. Frábær árangur hjá jafn litlu liði og Burton að vera í þessari deild, ég veðja á jafntefli í þessum leik.  –  2.
H: Newcastle United. Ekkert gengur hjá Zola.  –  2.
8. Burton Albion – Brentford
M: Frábær árangur hjá jafn litlu liði og Burton að vera í þessari deild, ég veðja á jafntefli í þessum leik.  –  X.
H: Brentford. Nigel Clough og hans menn þurfa sigur.  –  1.
9. Cardiff – Ipswich
M: Miðlungslið sem skipta með sér stigi í þessum leik.  –  X.
H: Aron Einar leiðir félaga sína til sigurs.  –  1.
10. Fulham – Wolves
M: Fulham hefur meira að spila fyrir, eiga möguleika á að fara upp.  –  1.
H: Ragnar og Jón Daði eru ekki að spila mikið.  –  1.
11. Leeds – Brighton
M: Leeds nær einhvern veginn að kreista út jafntefli í þessum leik, Brighton klúðrar víti á lokamínútunni.  –  X.
H: Erfiður leikur en fyrir Jón Halldór.  –  X.
12. Norwich – Barnsley
M: Norwich eru stjóralausir og Barnsley sýnir enga miskun og taka stigin 3.  –  2.
H: Þjálfarinn rekinn, svo það er.  –  1.
13. Wigan – Aston Villa
M: Villa að rétta úr kútnum og með mun betra lið, þeir eiga að taka þetta.  –  2.
H: Lið sem voru í úrvalsdeild lengi, en eru í basli.  –  2.

 

MániHjörtur
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
Bournemouth - Swansea
Crystal Palace - Watford
Everton - Hull
Stoke - Chelsea
Sunderland - Burnley
West Ham - Leicester
Birmingham - Newcastle
Burton Albion - Brentford
Cardiff - Ipswich
Fulham - Wolves
Leeds - Brighton
Norwich - Barnsley
Wigan - Aston Villa
X
1
1
2
1
1
2
X
X
1
X
2
2
X
1
1
1
1
2
2
1
1
1
X
1
2

 

Við minnum við á getraunanúmer Hugins sem er 710 og rennur hluti af hverri seldri röð sem skráð er á þetta númer til Hugins.

Engin athugasemd, vertu fyrst/ur...

Skildu eftir athugasemd


*