Máni og Binni spá í leiki helgarinnar

Þá er komið að því að blása lífi í lið sem átti fast sæti á baksíðu Frétta-Skjásins um árabil og vonandi mun festa sig í sessi hér á síðunni.
Við ætlum að fá tvo einstaklinga hverju sinni til að spá í laugardagsseðil Íslenskrar Getspár í hverri leikviku og fær hvor aðili eina röð, þ.e. eitt merki við hvern leik.  Tölvu-Skjárinn skráir svo seðlana inn í sölukerfi Íslenskrar Getspár.  Skili spárnar vinningum munu vinningarnir renna óskiptir til knattspyrnudeildar Íþróttafélagsins Hugins.  Reglur leiksins hér á síðunni eru einfaldar, einstaklingarnir tveir spá eins og áður sagði fyrir um úrslit leikja á seðlinum, sá sem fær fleiri leiki rétta á seðlinum heldur áfram í næstu leikviku en sá sem bíður lægri hlut skorar á nýjan keppanda til að taka við.  Fái báðir aðilar jafn marga rétta, halda báðir áfram.

En þar sem það kom í hlut Tölvu-Skjásins að velja báða keppendurna til að spá í þennan upphafsseðil getraunaleiksins, þá lá beinast við skora á formann knattspyrnudeildarinnar, Bergþór Mána Stefánsson og þjálfara meistaraflokks, Brynjar Skúlason til að ríða á vaðið.  Hér að neðan má sjá greiningar þeirra félaga á leikjum laugardagsins og neðst má sjá allan seðilinn með spám þeirra.  Takið eftir því að það eru fáir leikir sem þeir Máni og Binni eru ósammála um, það verður því spennandi að sjá hvernig útkoman verður.

1.  Liverpool - Arsenal
     M: Þetta er steindautt jafntefli. Bæði lið verið mikið undir væntingum í vetur.  -  X
      B: 2 lið sem spila í rauðum treyjum.. verður erfitt að greina leikmenn í sundur.
Semja um jafntefli!!  -  X
2.  Leicester - Hull
      M: Nú þegar búið er að reka Ranieri kunna þeir allt í einu að spila fótbolta.  -  1
       B: Leicester loksins búnir að losna við Ranieri og verða óstöðvandi það sem eftir er
af tímabilinu..  -  1
3.  Stoke - Middlesboro
      M: Bara af því að. Ekki mjög spenntur fyrir þessum leik.  -  X
       B: Svipað léleg lið..  -  X
4.  Swansea - Burnley
      M: Swansea eru að sækja í sig veðrið og held þeir taki þetta með einu marki.  -  1
       B: Gylfi er bara svo frábær..  -  1
5.  Watford - Southampton
      M: Getur farið á hvorn veginn en held að nýji ítalinn hjá Southampton skori
og tryggi þeim sigur.  -  2
       B: Southampton voru næstum búnir að vinna Man U um daginn og hljóta því
að vera næstum besta lið í heimi..  -  2
6.  W.B.A. - Crystal Palace
      M: Sýnist Palace vera á leiðinni niður um deild.  -  1
       B: Alltaf verið hrifinn af skammstöfunum..  -  1
7.  Blackburn - Wigan
      M: Geri þetta fyrir Sigga bróðir en hann er mikill Blackburn aðdáandi.  -  1
       B: Ekki langt síðan Blackburn voru enskir meistarar.. og hafa engu gleymt..  -  1
8.  Bristol City - Burton Albion
      M: held að Bristol City sé sterkara lið og taki þennan leik.  -  1
       B: bæði lið byrja á flottasta bókstaf stafrófsins en einum fleiri starfir í Bristol..  -  1
9.  Derby - Barnsley
      M: Derby gæti farið upp í ár með góðum endaspretti.  -  1
       B: Þorvaldur heldur með Derby og þvi ekki annað en að setja..  -  X
10. Fulham - Preston
      M: Preston er alltaf með gott lið og held þeir taki stig í þessum leik.  -  X
       B: Raggi aldrei að spila og svo erum við með frábæran Prest on Seyðis..  -  2
11. Huddersfield - Newcastle
      M: Kemur smá hikst á Newcastle en ná stigi.  -  X
       B: Manni vinur minn heldur með Newcastle og ég verð að setja..  -  2
12. Nott Forest - Brighton
      M: Easy. Allt í volli hjá hinu fornfrægaliði Forest og Brighton á leið upp.  -  2
       B: Þorvaldur Örlygs spilaði með Nott. F og það virðist hafa gert hann að
einhverjum leiðinlegasta manni á Íslandi. Get því ekki annað en að henda á þetta..  -  2
13. Sheff Wed - Norwich
      M: Bæði lið í baráttu í playoffs baráttu, jafntefli verður niðurstaðan.  -  X
       B: Þetta er rakið jafntefli!!!  -  X

MániBinni
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
Liverpool - Arsenal
Leicester - Hull
Stoke - Middlesboro
Swansea - Burnley
Watford - Southampton
W.B.A. - Crystal Palace
Blackburn - Wigan
Bristol City - Burton Albion
Derby - Barnsley
Fulham - Preston
Huddersfield - Newcastle
Nott Forest - Brighton
Sheff Wed - Norwich
x
1
x
1
2
1
1
1
1
x
x
2
x
x
1
x
1
2
1
1
1
x
2
2
2
x

Að endingu minnum við á getraunanúmer Hugins sem er 710 og rennur hluti af hverri seldri röð sem skráð er á þetta númer til Hugins.

 

Engin athugasemd, vertu fyrst/ur...

Skildu eftir athugasemd


*