List í Ljósi um helgina – breytt dagskrá vegna veðurs

Í kvöld föstudaginn 24. febrúar og annaðkvöld laugardag fer listahátíðin List í Ljósi fram á Seyðisfirði.  Vegna veðurs var Opnunardagskrá hátíðarinnar, sem vera átti í kvöld, frestað þar til annað kvöld.  Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin.

Hátíðin er haldin utandyra og er ætluð öllum aldurshópum.

Hvað er list í ljósi?

„List í ljósi er veisla fyrir skynfærin og spennandi nýr menningarviðburður fyrir dagatal Seyðisfjarðar og Austurlands. Hátíðin er fjölskylduvæn og haldin utandyra. Hún er gagnvirk sem þýðir að allir ættu að geta tekið virkan þátt í verkum hátíðarinnar og fundið eitthvað við sitt hæfi. 2017 sjáum við Seyðisfjörð að nýju uppljómaðan með nýjum og spennandi ljósverkum, eftir nýja og áhugaverða listamenn. Seyðfirðingar og Austfirðingar eru stoltir af því að hýsa hátíðina og teljum við, aðstandendur List í ljósi, að hátíðin verði einn helsti menningarviðburður á landsvísu á þessum árstíma.
List í ljósi er tækifæri fyrir samfélagið að koma saman og fagna Seyðisfirði í nýju ljósi (bókstaflega) í gegnum listaverk, innsetningar, sýningar og vídjóverk sem staðsett eru víðsvegar um Seyðisfjörð – að ógleymdri komu sólargeisla eftir langa bið.
Hápunktur List í Ljósi er listaganga í gegnum bæinn. Gangan fer fram að kvöldi, þar sem þátttakendur fá yfirlitskort sem sýnir þeim hvar ljósverk eru staðsett og hver listamaður hvers verks er. Þá geta þátttakendur ráðstafað sinni göngu á milli fjölbreyttar ljósver
ka, sem finna má víðsvegar um miðbæ Seyðisfjarðar. Í ár býður List í ljósi upp á fjölbreytt ljósverk frá bæði innlendum og erlendum listamönnum: ljósinnsetningar, gagnvirk verk, staðbundin verk, hljóðverk, vídjóverk, myndvörpun, listaverk og sýningar þar sem sköpun mætir tækni.

List í ljósi býður alla velkomna á hátíðina, þar sem eitthvað spennandi og upplýst er í boði fyrir alla. Upplifðu Seyðisfjörð breytast í uppljómað undraland!“

(Úr kynningarefni –  List í Ljósi 2017  )

Veðrið setti strik í reikninginn

Eins og að ofan kom fram var vegna veðurs ákveðið að fresta opnunardagskránni þar til annað kvöld, laugardag.
Þrátt fyrir það gafst fólki kostur á að fara um bæinn og skoða verk í gluggum húsa, auk opins húss í Heima, Flat Earth kvikmyndahátíðarinnar og gjörnings eftir Furu, svo dæmi séu tekin.

Formleg dagskrá hefst svo á laugardagskvöld 25. febrúar stundvíslega kl. 19:00 fyrir utan hjúkrunarheimilið.

Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á meðfylgjandi myndum(smellið á myndir til að sjá stærri) og á vefsíðu List í Ljósi.

Dagskrá FLAT EARTH FILM FESTIVAL
Dagskrá List í Ljósi

Engin athugasemd, vertu fyrst/ur...

Skildu eftir athugasemd


*