Fjarðarheiði ófær og enn bætir í vind

Af vefsíðunni fjardarheidargong.is

Líkt og kom í frétt hjá Tölvu-Skjánum er Fjarðarheiði nú lokuð allri umferð og var raunar orðin ófær áður en kom til fyrirfram ákveðinnar lokunar sem stóð til að yrði um kl. 16:00.  Samkvæmt vefsíðu Vegagerðarinnar mældist meðalvindhraði kl.  17:40 26 m/sek, vindraði í hviðum náði allt að 34,4 m/sek, reiknað er með að veðrið ætti að vera við það að ná hámarki.  Ekki er búist við að veðrið gangi niður fyrr en seint í kvöld en búist er við ofankomu á fjallvegum á Austurlandi fram á nótt, í samtali við upplýsingasíma Vegagerðarinnar kom fram að ekki yrði fært yfir Fjarðarheiði fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið, laugardaginn 25. febrúar.

Engin athugasemd, vertu fyrst/ur...

Skildu eftir athugasemd


*