Fréttir af aflabrögðum

Gullver NS siglir út Seyðisfjörð Ljósm. Ómar Bogason

Rétt eins og í Frétta-Skjánum fyrirrennara Tölvu-Skjásins, munum við verða hér með fréttir af aflabrögðum.  Hver tíðnin verður á uppfærslum verður þó tíminn að leiða í ljós.

Vegna sjómannaverkfalls sem stóð frá 14. desember til 19. febrúar s.l., þegar nýir kjarasamningar sjómanna við SFS voru samþykktir, hefur eðli málsins samkvæmt verið lítið að frétta af aflabrögðum.  En ekki tók langan tíma að koma fiskveiðiflotanum til veiða eftir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslum lá fyrir.

Flotinn hélt strax til veiða

Börkur NK að landa á Seyðisfirði 21. febrúar 2016 Ljósm. Ómar Bogason

Samkvæmt vefsíðu Síldarvinnslunar byrjaði flotinn að leysa landfestar strax á sunnudagskvöld, eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslna lá fyrir, Gullver NS12 hélt til veiða um miðnætti og voru flest skip Síldarvinnslunnar farin frá bryggju um klukkan eitt, á aðfararnótt mánudags.
En þó ekki sé lengra liðið frá því lausn komst í kjaradeilu sjómanna er það nú þegar byrjað að skila sér til Seyðisfjarðar, því fiskimjölsverksmiða Síldarvinnslunar á Seyðisfirði tók þann 21. febrúar á móti 2.500 tonnum af loðnu sem er fyrsti loðnufarmurinn sem hefur verið landað á Seyðisfirði síðan árið 2015, en það ár tók fiskimjölsverksmiðjan á móti samtals 36.000 tonnum af loðnu.
Verksmiðjan var þá ræst um leið og löndun hófst.

Þegar þetta er ritað er Tölvu-Skjánum ekki kunnugt um skip á leið til löndunar á Seyðisfirði.

Heimild: Vefsíða Síldarvinnslunar

Engin athugasemd, vertu fyrst/ur...

Skildu eftir athugasemd


*